Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun
Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun, föstudaginn 10.nóvember. Þar sem flugi hefur verið seinkað frá Minneapolis er útséð um að kennarar sem þar voru í náms- og kynnisferð komist ekki heim í tæka tíð. Búið var að ráðgera að foreldrar aðstoðuðu með skólahaldið fyrstu tvær kennslustundirnar en þar sem veðurspá er einnig mjög óhagstæð hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólahald niður, segir í tilkynningu frá skólanum.