Allt með kyrrum kjörum hjá lögreglunni
Síðasti sólarhringur hefur verið rólegur hjá lögreglunni í Keflavík og ekkert markvert gerst í fréttum. Lögreglan vonast til að svo verði áfram, enda verður árshátíð lögreglunnar haldin í kvöld.Óvenju fáir hafa verið á ferli í morgun og í dag, enda hráslagalegt veður og lítið spennandi að vera á ferli.