Allt klárt á Keflavíkurflugvelli fyrir innanlandsflugið
Allt er til reiðu með litlum sem engum fyrirvara að taka við innanlandsflugi í Keflavík. Forráðamenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Leifsstöðvar sögðu á fundinum á Ránni í gærkvöldi að afkastageta væri til staðar og lítið mál væri að veita þá þjónustu sem þyrfti að gera með tilkomu innanlandsflugs.
Valur Ketilsson, staðgengill flugvallarstjóra sagði að ef innanlandsflug flyttist til Keflavíkur þyrfti að opna Norð-austur/suð-vestur flugbraut sem ekki hefur verið notuð lengi. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir í teikningum hvar þjónustubygging fyrir innanlandsflugið yrði staðsett við Leifsstöð þó það væri ekki endilega endanlegt. Höskuldur sagði að það þyrfti ekki að orðlengja frekar sparnað og hagræðingu yrði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður, það lægi beint við að flytja flugið til Keflavíkur. Það þyrfti hins vegar að sannfæra rekstraraðila í málinu sem og hagsmunaaðila. Það mætti hins vegar ekki gleyma því að margir útlendingar sem og landsbyggðarfólk kæmist beint frá sínum áfangastöðum í og úr millilandaflugi ef af þessu yrði.
Valur Ketilsson, staðgengill flugvallarstjóra sagði að ef innanlandsflug flyttist til Keflavíkur þyrfti að opna Norð-austur/suð-vestur flugbraut sem ekki hefur verið notuð lengi. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir í teikningum hvar þjónustubygging fyrir innanlandsflugið yrði staðsett við Leifsstöð þó það væri ekki endilega endanlegt. Höskuldur sagði að það þyrfti ekki að orðlengja frekar sparnað og hagræðingu yrði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður, það lægi beint við að flytja flugið til Keflavíkur. Það þyrfti hins vegar að sannfæra rekstraraðila í málinu sem og hagsmunaaðila. Það mætti hins vegar ekki gleyma því að margir útlendingar sem og landsbyggðarfólk kæmist beint frá sínum áfangastöðum í og úr millilandaflugi ef af þessu yrði.