Allt kapp lagt á uppbyggingu atvinnutækifæra
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs er sammála um að nú í þeim erfiðleikum sem Íslendingar standa frammi fyrir, mun verða lögð rík áhersla á að ekki verði dregið úr styrk innviða samfélagsins og allt kapp lagt á uppbyggingu atvinnutækifæra, bæði á vegum Sveitarfélagsins Garðs og í samvinnu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Áfram verður gott að búa í Garðinum og vörður staðinn um velferð íbúa, segir í samþykkt um efnahagsástand sem var samþykkt samhljóða.