Allt í klessu við Landsbankann
- tvö umferðarslys á sömu mínútunni
Hún lætur ekki mikið yfir sér myndin hér að ofan. Á henni er hins vegar allt í klessu! Tveir árekstrar urðu á sömu mínútunni framan við afgreiðslu Landsbankans í Krossmóa í Reykjanesbæ.
Bifreið hafnaði aftan á annarri við útkeyrslu af bílastæði bankans og bifreið bakkaði á aðra sem ekið var útaf bílastæðinu.
Lögreglumenn eru komnir á staðinn að leysa úr málum.