Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt í drasli
Mánudagur 4. maí 2009 kl. 08:23

Allt í drasli


Nokkrar ábendingar hafa borist til VF vegna slæmrar umgengni í kringum Brynjólfshúsin í Innri-Njarðvík en þar endar vinsæll göngustígur meðfram sjávarsíðunni.  Eins og þessar myndir sýna má t.d. sjá þar bílflök og timbur á víð og dreif.
Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagsviðs Reykjanesbæjar, er umrædd lóð í einkaeigu og því Heilbrigðiseftirlitsins að sjá til þess að hún verði hreinsuð. Hins vegar hafi bæjaryfirvöld undanfarið staðið að umhverfisátaki.  Í því skyni hafi eigendur iðnaðarhúsa og lóða verið boðaðir á fundi. Þeir hafi ekki verið vel sóttir og því sé næst á dagskránni að heimsækja fyrirtækin. Guðlaugur segir Brynjólfshúsin klárlega á þeim lista.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024