Allt hvítt á toppi Eldeyjar
Snjór þakti í morgun eyjuna Eldey við Reykjanes, eina af stærstu súlubyggðum heims. Að sögn kunnugra er það afar sjaldgæft. Þetta má sjá á myndum af eyjunni á vefsíðunni eldey.is.
Þegar VF leit við á síðunni var snjór í eyjunni og hafi einhvern tíma verið gott tækifæri til að mynda alhvítan topp á Eldey var það í gær og í morgun. Þúsundir fugla eru komnir í eyjuna en á milli 14 og 18 þúsund súlupör verpa þar á hverju ári.
Í sjónvarpsþættinum Landanum nýlega mátti sjá menn fara út í eyjuna til að laga vefmyndavélina. Hún myndar lífið í eyjunni. Árið 2008 var farinn leiðangur í Eldey til að koma myndavél fyrir. Í þeim hópi var Hilmar Bragi Bárðarson, fréttamaður og myndatökumaður Víkurfrétta.
Frá leiðangrinum árið 2008.