Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt hreint fær Svansvottun
Eigendur Allt hreint, þau Halldór Guðmundsson, Hilmar R. Sölvason og Inga Rut Ingvarsdóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 1. október 2014 kl. 16:42

Allt hreint fær Svansvottun

Allt hreint hlaut í dag Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Allt hreint er annað fyrirtækið á Suðurnesjum sem er Svansvottað en Umhverfisstofnun hefur umsjón með útgáfu Svansmerkisins. Fram kom þegar Allt hreint tók við vottuninni í dag að miklar kröfur eru gerðar til þeirra fyrirtækja sem hljóta Svansmerkið. Hins vegar sé einnig til mikils að vinna fyrir þau fyrirtæki sem hljóta vottunina.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum.
Allt hreint þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnana í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið býður bæði einstaklingum og fyrirtækjum upp á ræstingar, hreingerningar, gluggahreinsun, rimlagardínuhreinsun, teppahreinsun, steinteppahreinsun, bónhreinsun, bónun gólfa og dúka ásamt því að sjá um þrif á flísum og þrif á loftræstikerfum.

Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en við leggjum sérstaklega áherslu á persónuleg samskipti við verkkaupa. Við veitum einnig alla þá aðstoð sem þörf er á hvað varðar ráðgjöf og fleira.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024