Allt gekk að óskum - Frábærar móttökur Íslendinga!!
Það var ekki sagt að það væri sprengjuhótun en það mátti lesa úr tilkynningu flugstjórans að þetta var meira en lítil bilun. Þetta var alvarlegt“, sagði Neal Macarhur, enskur farþegi með Boeing vélinni sem lenti í Keflavík. Neal hrósar íslenskum löggæslumönnum mikið fyrir mótttökurnar.Neal vildi koma á framfæri kærum þökkum til íslensku löggæslumannanna sem tóku á móti farþegunum 340. Farþegarnir þurftu að afhenda handfarangur sem fór í gegnum nálarauga íslensku tollgæslumannanna í skýli 2 á Keflavíkurflugvelli, skömmu eftir lendingu vélarinnar. „Það var ekki neitt uppistand um borð. Það voru allir rólegir. Þetta er hins vegar sérstök uppákoma og það hefur verið skemmtilegt og ánægjulegt að fylgjast með hvernig farið var með okkur farþegana. Þið Íslendingar getið verið stoltir af því. Hvar sem við höfum komið höfum við fengið frábæra meðferð ef hægt er að segja svo. Allir svo vingjarnlegir og hjálplegir. Mér finnst þetta alveg sérstakt. Íslendingar eiga heiður skil og mikið hrós fyrir sína frammistöðu í þessu máli “, sagð Neal sem var á leið til Orlando. Aðrir farþegar úr vélinni tóku í sama streng og sögðu að allt hefði farið vel fram og hrósuðu einnig áhöfn flugvélarinnar. Farþegarnir voru fluttir úr skýli 2 eftir leitina í farangrinum og í Leifsstöð þar sem þeir áttu að fá að borða.
Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn og Jóhann Benediktsson, sýlsumaður sögðu að aðgerðir hefðu gengið mjög vel. Óskar sagði að bandaríska leyniþjónustan hefði fylgst með framgangi mála. Jóhann sagði að samvinna aðila í málinu hefði gengið vel og farþegar hefðu einnig verið rólegir og góðir í samskiptum. „Ég á ekki von á því að við finnum sökudólginn og ég á ekki von á því að við finnum neitt í flugvélinni. Það er ekki útlit fyrir annað en að þetta sé gabb“. Einhver farþeganna skrifaði á spegil á snyrtingu vélarinnar, hótun til Bandaríkjanna og góð orð um Bin Laden.
Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn og Jóhann Benediktsson, sýlsumaður sögðu að aðgerðir hefðu gengið mjög vel. Óskar sagði að bandaríska leyniþjónustan hefði fylgst með framgangi mála. Jóhann sagði að samvinna aðila í málinu hefði gengið vel og farþegar hefðu einnig verið rólegir og góðir í samskiptum. „Ég á ekki von á því að við finnum sökudólginn og ég á ekki von á því að við finnum neitt í flugvélinni. Það er ekki útlit fyrir annað en að þetta sé gabb“. Einhver farþeganna skrifaði á spegil á snyrtingu vélarinnar, hótun til Bandaríkjanna og góð orð um Bin Laden.