Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt gekk að óskum
Sunnudagur 21. janúar 2024 kl. 16:21

Allt gekk að óskum

Landsnet segir það hafa verið algjörlega magnað að fylgjast með sínu fólki og Landhelgisgæslunnar takast á við það verkefni að fara með línuna yfir 300 metra hraunbreiðuna í morgun.

„Það gekk allt að óskum og nú tekur við tengivinna bæði hjá okkur og HS Veitur sem mun standa fram á kvöld. Vonandi verður kominn straumur á línuna í fyrramálið en Grindavík fær nú rafmagn í gegnum varaafl.
Við erum ótrúlega stolt af okkar fólki og öllum þeim sem hafa komið og koma að aðgerðum helgarinnar – stórt hrós til ykkar,“ segir í tilkynningu Landsnets á samfélagsmiðlum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024