Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt fór vel og lítil Bónus-stúlka fædd
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 13:09

Allt fór vel og lítil Bónus-stúlka fædd

Allt fór vel að lokum og stúlkubarn kom í heiminn á Landsspítalanum í gærkvöldi eftir að þunguð verðandi móðir hafði fallið á gólf í verslun Bónuss á Fitjum í Njarðvík síðdegis í gær. Tveir sjúkrabílar fóru í útkallið en annar sjúkrabílanna var á leið til Keflavíkur með lækni innanborðs.
Eftir að búið hafði verið um konuna í sjúkrabílnum utan við Bónus í Njarðvík var farið beint til Reykjavíkur, en skurðstofa er ekki til taks í Reykjanesbæ allan sólarhringinn. Ástandið var talið alvarlegt og hver mínúta talin skipta máli. Bráðakeisaraskurður fór fram á Landsspítalanum og lítið stúlkubarn kom í heiminn.

Bæði móður og barni heilsast vel en þau dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þetta er fyrsta barn móðurinnar.

Myndin: Sjúkrabílar og lögreglan utan við Bónus á Fitjum undir kvöld í gær. Skömmu síðar fæddist stúlkubarn á Landsspítalanum í Reykjavík. VF-símamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024