Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt annað líf með nýju vélina
Starfsmenn Dósasels
Þriðjudagur 29. maí 2018 kl. 10:46

Allt annað líf með nýju vélina

„Við fengum nýja vél sem sorterar núna í apríl og það er allt annað líf, bæði fyrir okkur og kúnnana,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir, annar forstöðumanna Dósasels, sem rekið er af Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Dósasel flutti í nýtt húsnæði að Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ fyrir ári síðan en áður hafði starfsemin verið til húsa á Iðavöllum.

„Það er gífurlega mikill munur á allri aðstöðu okkar hér. Við vorum með eina vél sem sorterar í tíu ár og eftir að þær urðu tvær gengur afgreiðslan helmingi fljótar fyrir sig,“ segir Inga, en tíu manns starfa í Dósasel og segir hún þau hörku dugleg að vinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opnunartími Dósasels er frá kl. 10 til 16:30 alla mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 9 til 12:30 á föstudögum.