Allt að átta United Airlines vélar samtímis í Keflavík
Þotur United Airlines hafa verið tíðir gestir á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur. Flestar hafa þoturnar verið átta á sama sólarhring við flugstöðina. Það er þó langt frá því að farþegar hafi fyllt Leifsstöð, því um borð í vélunum hafa eingöngu verið áhafnir að ferja vélarnar frá Evrópu til Ameríku. Ein vél frá United Airlines hafði viðkomu hér í gærdag.Í öllum framangreinum tilvikum var að ræða glænýjar Airbus 320 vélar sem United Airlines var að fá afhentar frá verksmiðju. Þetta kann að hljóma furðulega í tali um samdrátt í flugsamgöngum en þessi flugvélakostur var pantaður fyrir nokkrum árum og pantanir á svona gripum eru ekki afturkallaðir þegar vélarnar eru nær tilbúnar á „færibandinu“.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar ein af nýju vélunum hélt frá Leifsstöð vestur um haf.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar ein af nýju vélunum hélt frá Leifsstöð vestur um haf.