Allt að 9 stiga hiti
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Sunnan 8-13 m/s, rigning eða súld og hiti 4 til 9 stig. Yfirleitt hægari vindur á morgun, áfram væta og kólnar lítið eitt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld, en hægari á morgun og væta með köflum. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Hæg norðvestlæg átt og skýjað, en sums staðar dálítil snjókoma eða slydda N-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag og laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma, en yfirleitt þurrt á SA-landi og Austfjörðum. Hiti víða 0 til 6 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu, einkum sunnanlands. Svipaður hiti áfram.