Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt að 60.000 manns á Ljósanótt í Reykjanesbæ
Sunnudagur 4. september 2011 kl. 02:23

Allt að 60.000 manns á Ljósanótt í Reykjanesbæ

Talið er að allt að 60.000 manns hafi verið á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gær, laugardag. Ljósanótt náði hámarki með stórglæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes en það var HS Orka sem kostaði sýninguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Suðurnes hafa aldrei verið flottari en í gærkvöldi en litskrúðugar sprengjur voru látnar springa í háloftunum, á landi og fjölmargar sprungu í sjónum undir sjálfu Berginu þegar það var lýst upp í 12. skiptið.

Langar bílalestir voru inn í Reykjanesbæ í gærdag og gærkvöldi og þá var þétt bílalest út úr bænum eftir að dagskrá lauk á hátíðarsvæðinu í gærkvöldi. Verslunareigendur eru einnig á því að viðskipti hafi aldrei verið eins góð og þessa Ljósanótt. Listsýningar og viðburðir voru einnig mikið sóttir af gestum. Þá var árgangagangan sú stærsta sem farið hefur niður Hafnargötuna frá upphafi.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna flugeldafjörið í gærkvöldi. Myndband frá flugeldasýningunni er væntanlegt á vf.is síðar í dag, sunnudag.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson