Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 13:47

Allt að 500% hækkun lóðamats í Vogum

Eins og kunnugt er voru fasteignir og lóðir í landinu endurmetnar á síðasta ári. Verulegar hækkanir urðu á lóðarmati í Vogum, allt að 500%. Hreppsnefnd gerði athugasemdir við matið það er að segja, hún taldi ekki forsendur fyrir svo mikilli hækkun. 13.000 kærur bárust til Fasteignamats Ríkisins vegna endurmatsins og hafa 1.250 verið afgreiddar. Niðurstöður varðandi lóðarmatið í Vogum verða væntanlega ekki afgreiddar fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Á meðan gildir nýja matið sem þýðir að fasteignagjöld lóða hækka verulega. Ef lóðarmatið lækkar við endurskoðunina gildir sú lækkun frá síðustu áramótum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024