Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt að 50 íbúðir byggðar á skömmum tíma
Fimmtudagur 16. október 2003 kl. 15:37

Allt að 50 íbúðir byggðar á skömmum tíma

Uppbygging í Garðinum er mikil og hefur verið síðustu misseri. Þannig má segja að um 50 íbúðir séu í byggingu eða hafa verið byggðar síðustu misseri. Fjórtán Búmannaíbúðir hafa verið teknar í notkun, sex til viðbótar verða afhentar í febrúar á næsta ári og bygging á átta íbúðum til viðbótar er að hefjast. Tveir einstaklingar standa að byggingu ellefu íbúða við Silfurtún og Borgartún. Þar vekja átta íbúðir sem Arnar Sigurjónsson, fiskverkandi, er að byggja athygli. Hann hefur flutt inn parhús sem eru ætluð ungu fólki sem er að hefja búskap. Þá verða tíu íbúðir aldraðra við Garðvang afhentar í byrjun nóvember. Þar hefur Gerðahreppur sótt um heimild til að byggja níu íbúðir til viðbótar.
Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, hefur mikið af nýju fólki flutt í byggðarlagið á síðustu árum. Þó nokkuð er um að fólk sé að flytja frá Reykjanesbæ í Garðinn og einnig er nokkur hreyfing innan sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024