Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Allt að 40 metra hviður á Reykjanesbraut í fyrramálið
Skjáskot af veðurspá kl. 08:00 í fyrramálið frá Veðurstofu Íslands.
Þriðjudagur 20. febrúar 2018 kl. 12:25

Allt að 40 metra hviður á Reykjanesbraut í fyrramálið

- Reykja­nes­braut líklega lokuð milli kl. 07:00 og 11:00

Vakin er athygli á veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Suðvestanlands á milli kl. 7 og 10 með allt að 23-28 m/s og með snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík. Hviður allt að 40 m/s á Reykjanesbraut um kl. 8 og fram yfir kl. 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Í áætlun Vegagerðarinnar á lokun á vegum í fyrramálið er líklegt að Reykjanesbraut verði lokuð á milli 07:00-11:00.

Veðurstofa Íslands spáir Suðvestan 5-13 m/s síðdegis og él. Hiti nálægt frostmarki. Gengur í suðaustan 23-28 í fyrramálið með snjókomu í fyrstu og síðan rigningu. Dregur hratt úr vindi og úrkomu um og eftir hádegi.

Public deli
Public deli

Nánari upplýsingar um veður og færð má finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands og heimasíðu Vegagerðarinnar.