Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 11:13

Allt að 30 m/s síðdegis við Faxaflóa

Það er óhætt að segja að það sé gert ráð fyrir stjörnuvitlausu veðri í dag en Veðurstofan spáir allt að 30 m/s að suðaustri síðdegis, hvassast við suðvestur- og vesturströndina.

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu. Suðaustan 18-25 m/s, en sunnan 23-30 síðdegis, hvassast við suðvestur- og vesturströndina. Súld eða rigning og fremur hlýtt. Lægir mikið í kvöld. Suðlæg átt á morgun, víða 13-20 m/s og rigning eða slydda. Hiti 1 til 8 stig.

Gert á Veðurstofu Íslands 16.02.2003 kl. 10:20.


Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Suðaustan 18-25 m/s, en sunnan og suðvestan 23-30 síðdegis, hvassast við ströndina. Súld eða rigning. Lægir mikið í kvöld. Suðaustan 13-18 og rigning með köflum á morgun. Hiti 1 til 8 stig.
Veðurspá gerð 16. 2. 2003 - kl. 10:03
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024