Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. júlí 2003 kl. 09:12

Allt að 22 stiga hiti á Faxaflóasvæðinu

Í morgun kl. 06 var hægviðri og léttskýjað um mest allt land en þoka með austurströndinni og inn á Hérað. Hiti 6 til 13 stig, svalast á Egilsstöðum en hlýjast í Grindavík og Vestmannaeyjum. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Hægviðri eða hafgola og bjart veður, en þokuloft við austurströndina og dálítil súld suðaustanlands í kvöld og nótt. Hlýtt í veðri, hiti víða 15 til 20 stig síðdegis.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:

Hæg norðaustlæg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti 15 til 22 stig síðdegis en svalara í hafgolunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024