Allt að 15 stiga hiti
Faxaflói: Norðaustlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 9 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en hætt við þokulofti við norður- og vesturströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast inn til landsins.
Á föstudag:
Norðlæg átt, dálítil væta norðaustan- og austanlands, en annars yfirleitt þurrt og bjart. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.
Á laugardag og sunnudag:
Hæg vestan og suðvestan átt. Skýjað við vesturströndina en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á austanverðu landinu.