Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt að 14 stiga hiti í dag
Þriðjudagur 31. maí 2005 kl. 10:22

Allt að 14 stiga hiti í dag

Í morgun kl. 09 var hæg breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan og vestanlands. Hiti var 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.
Yfirlit: Skammt austur af landinu er 1029 mb hæð, en langt suðvestur í hafi er 1001 mb lægð sem þokast austnorðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en austlæg átt 5-10 við suðurströndina á morgun, en hægari annars staðar. Bjart með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti víða 8 til 15 stig að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum, en stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig að deginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024