Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt að 12 stiga hiti í dag
Mánudagur 21. apríl 2003 kl. 12:51

Allt að 12 stiga hiti í dag

Á hádegi var austlæg átt á landinu, víða 3-8 m/s, en 8-13 allra nyrst. Skýjað að mestu og úrkomulítið. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Hæli í Hreppum.

Myndin: Það er alveg sápukúluveður í dag eins og hann Bárður Sindri komst að. Ástæða til að klæða börnin vel, þar sem sólina vantar.

Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:Austan og norðaustan átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 úti við norðurströndina. Skýjað að mestu og sums staðar þokuloft eða súld við sjávarsíðuna, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Austlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum að deginum, en skýjað og sums staðar þokuloft í nótt. Hiti 5 til 12 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024