Allt að 100 húsbílar á Garðskaga um helgina
Það má búast við því að það verði mikið fjör á Garðskaga alla helgina þegar húsbílafólk kemur þangað á skipulagða samkomu. Gert er ráð fyrir að allt að 100 húsbílar komi á tjaldstæðið á Garðskaga og að þar verði mikið húllumhæ.
Radíóamatörar eru einnig á Garðskaga með sitt ársþing á Garðskaga um helgina og því mun tjaldsvæðið á Garðskaga vera í góðu sambandi við umheiminn um langdrægar talstöðvar radíófólksins.
Meðfylgjandi mynd er frá sólseturshátíðinni á Garðskaga fyrr í sumar. Það verður líka margt um manninn á Garðskaga alla helgina. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson