Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt að 10 stiga hiti
Mánudagur 17. mars 2003 kl. 08:48

Allt að 10 stiga hiti

Í morgun kl. 6 var suðlæg átt, 8-13 m/s vestanlands, en annars hægari. Skýjað var og víða þokusúld sunnnan- og vestanlands, en þurrt norðaustan til. Hiti var 2 til 9 stig, svalast á Raufarhöfn.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:Suðlæg átt, 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en víða léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Fremur hlýtt áfram.
Veðurhorfur fyrir Faxaflóa næsta sólarhring: Suðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld öðru hverju, en úrkomuminna yfir daginn. Hiti 5 til 10 stig.

Myndin: Blómstrandi garður í Keflavík í gærdag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024