Allt á tjá og tundri í Víðihlíð í Grindavík
Hjálmar Árnason fór í kvöld ásamt Agnari Guðmundssyni til Grindavíkur.
„Hræðileg upplifun. Litum inn í hjúkrunarheimilið Víðihlíð. Reglulega hristist og skalf húsið, rör með heita vatninu fór sundur, hluti hússins við að rifna frá aðalbygginfu, allt á tjá og tundri. Björgunarsveitir og sjúkraflutningafólk kom og flutti vistmenn burt.
Á götunni langar og djúpar sprungur og jörðin gekk í bylgjum. Finn sannarlega til með Grindvíkingum sem hafa þurft að búa við þessi ósköp í marga daga. Og nú þurfa þeir að yfirgefa heimili sín þar sem hraunið virðist ætla að brjóta sér leið upp á yfirborðið nærri byggðinni.
Hugsum hlýtt til allra Grindvíkinga,“ skrifar Hjálmar á Facebook í kvöld.