Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt á kafi í kvikmynda-snjó
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 10. mars 2023 kl. 07:05

Allt á kafi í kvikmynda-snjó

Bæjarbúar í Vogum hafa eflaust orðið varir við mikið tilstand kvikmyndagerðarmanna í bæjarfélaginu en nú stendur yfir undirbúningur að tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina True Detective sem bandaríska kvikmyndafyrirtækið HBO stendur fyrir hér á landi. Þrátt fyrir vor í lofti er nú allt á kafi í snjó í kringum Hótel Voga þar sem tökur fara fram í vikunni og mikið umstang víða um bæinn. 

Tökur áttu að fara fram í byrjun þessarar viku með tilheyrandi lokunum á vegum. Allir eiga þó að komast leiðar sinnar þrátt fyrir að búa tímabundið í miðri leikmynd með öllu því sem slíku fylgir. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tökur fyrir þættina fara fram í sveitarfélaginu því tökuliðið var á Vatnsleysuströnd í október sl.

Þá eiga tökur einnig eftir að fara fram á Þórustíg og Brekkustíg í Njarðvík en þeim varð að fresta í desember sl. vegna Covid-veikinda í leikarahópnum.

Hótel Vogar á kafi í snjó í upphafi vikunnar. VF/Sigurbjörn Daði