Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt á kafi í Gerðum
Frá björgunaraðgerðum í morgun. Myndina tók Einar Jón Pálsson fyrir Víkurfréttir á vettvangi.
Föstudagur 14. febrúar 2020 kl. 16:00

Allt á kafi í Gerðum

Íbúðarhús við Gerðaveg í Gerðum í Garði varð umflotið af sjó þegar talsverður sjór gekk á land á háflóðinu í morgun. Mæðgum og heililisköttum var bjargað úr húsinu af björgunarsveitarmönnum frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði. Brunavarnir Suðurnesja voru einnig kallaðar út til að dæla sjó úr kjallara hússins en um metersdjúpur sjó var kominn í kjallarann.

Miklir brimskaflar voru við höfnina í Garði þar sem sjórinn gekk langt upp á land. Mikið af þangi var á bílastæðum við Nesfisk og var unnið að því eftir hádegi að ýta þaranum af bílastæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og sjá má á myndum er allt á floti í Gerðum og ljóst að tjón er talsvert eftir atganginn.



Allt er umflotið eftir sjávarflóðið í morgun.

Frá flóðasvæðinu í Gerðum í Garði í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi