Allt á fullu við brautina
Það er nóg að gera hjá starfsmönnum sem starfa við breikkun Reykjanesbrautarinnar og má sjá vörubíl, gröfur, ýtur, valtara og fleiri tæki að störfum. Nokkur þurrkur hefur verið undanfarna daga og þyrlast því ryk upp og inn á Reykjanesbrautina þegar hinir tröllauknu vörubílar keyra eftir breikkaða kafla brautarinnar. Steypuvinna við mislæg gatnamót á brautinni gengur einnig ágætlega.