Allt á fullu í Hópsskóla
Rífandi gangur eru í framkvæmdum við Hópsskóla, innan dyra sem utan. Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við lóðina norðan megin við skólann. Skólalóð Hópsskóla verður sérlega glæsileg en þar eru þrír upphitaðir vellir; fótboltavöllur, körfuboltavöllur og hjólabrettavöllur.
Innandyra gengur allt samkvæmt áætlun en skólastarf hefst í janúar. Í Hópsskóla verða fyrsti og annar bekkur til að byrja með.
www.grindavik.is