Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt á floti í vinnustofu Sossu í Köben
Mánudagur 4. júlí 2011 kl. 15:26

Allt á floti í vinnustofu Sossu í Köben

„Ég segi bara allt fínt, miðað við allt og allt,“ sagði Sossa Björnsdóttir myndlistamaður þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í Kaupmannahöfn þar sem hún býr og starfar en eins og alþjóð veit sjálfsagt þá hefur mikið vatnsveður verið í Kaupmannahöfn og nágrenni og flóð valdið miklu tjóni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta var alveg svakalegt, við komum heim um 9 leitið um kvöldið í alveg æðislegu verði, þrumum og eldingum og þessari svaklegu rigningu. Við óðum vatnið upp í hné á götunum niðri í bænum. Og þegar við komum inn þá blasti við okkur 16 cm vatn í kjallaranum þar sem ég er með vinnustofuna,“ segir Sossa.

„Þetta hvarlaði að manni þegar við vorum á heimleið því svipað þessu hefur gerst áður, en ekkert í líkingu við þetta. Ég hef aldrei séð svona mikla rigninu, aldrei nokkurn tímann.“

„Mér leið eins og í gömlu sundlauginni í Keflavík og við vorum að moka vatni úr kjallaranum frá 9 um kvöldið til 4 um nóttina,“ segir Sossa og að allt sé orðið eins þurrt og mögulegt sé hjá þeim miðað við aðstæður.

Fólk er í sjokki

„Þeir Danir sem maður hefur heyrt í segja þetta líka alveg einstakt, enda var þetta bara eins og að vera í sundlaug. Allir sem maður þekkir hérna voru líka að lenda í nákvæmlega þessu sama og við og fólk er auðvitað bara í sjokki hérna. Það var ekki einu sinni hægt að hringja í 112 í gær, bara ekki til í myndinni.“


Sossa segir að tjón hjá þeim hafi verið eitthvað. Tölva og myndavél skemmdust m.a en verkin hennar Sossu sluppu sem betur fer. „Málverkin héngu sem betur fer á veggjunum. Þannig er það þó ekkert alltaf hjá mér og ég er að undirbúa sýningu núna og myndirnar eru oft á gólfinu og víða. En af því aðvið höfum nú lennt í þessu áður þá er maður gætnari,“ segir Sossa.

„Nú erum við bara að lofta út því það er mikill raki alls staðar. Það er búið að vera þurrt í allan dag og ekki miklar líkur á að þetta endurtaki sig, enda sennilega bara einsdæmi.“

Eins og fram hefur komið í fréttum víða þá lágu samgöngur að mestu leiti niðri og fólk hélt sig að mestu fyrir innandyra. „Fólk áttaði sig ekki á því þegar það mætti til vinnu í morgun að skrifstofan var bara á floti og allt lamað.“

Sossa segir það vera heppni að þau hafi verið heima því þau ætluðu í ferðalag. „Við vorum á leið úr bænum og vorum búin að taka okkur bíl á leigu en hættum við einhverra hluta vegna. Sem betur fer því við hefðum komið heim í dag og þá hefði ástandi sjálfsagt verið mun verra hjá okkur. Þetta er vonandi eitthvað sem maður á ekki eftir að upplifa aftur, sagði Sossa að lokum og bað fyrir kveðju heim.