Allsherjaratkvæðagreiðsla VSFK og nágrennis
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör 5 fulltrúa og 5 varamanna þeirra til setu á 109. þingi Alþýðusambands Íslands, sem fer fram dagana 22. – 24. október nk.
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi klukkan 12:00 föstudaginn 25. september nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn VSFK og nágrennis
Ingibjörg Magnúsdóttir formaður