Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 25. janúar 2001 kl. 11:18

Allsherjar brunaæfing

Í gærkvöldi fór slökkvilið Brunavarna Suðurnesja á allsherjar brunaæfingu þar sem framkvæmt var heildarútkall og æfð slökkviáætlun. Æfingin fór fram í slysavarnarhúsinu í Garði og gekk vel.
Vika hjá Brunavörnum Suðurnesja var fremur róleg, að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra. „Við fórum í 23 sjúkraflutninga, þar af voru tvö slys, annað voru flutningar vegna veikinda. Við fengum eitt brunaútkall en það reyndist vera vegna bilunar í viðvörunarkerfi.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024