Allri starfsemi sjálfhætt þar sem hreinlæti og handþvottur skipta sköpum
Heitavatnsæðin frá Svartsengi til byggðarlaganna á Suðurnesjum gaf sig í eldsumbrotunum á fimmtudaginn. Á sama tíma var lýst yfir neyðarstigi almannavarna og fólk og fyrirtæki beðin um að spara heitt vatn og rafmagn.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja lítur svo á að þessi tilmæli beri það með sér að dregið verði úr allri starfsemi sem hægt er að setja á bið.
Ennfremur er sjálfhætt allri starfsemi þar sem hreinlæti og handþvottur skipta sköpum, nema hægt sé að hita vatn til þessara nota.
Þetta á m.a. við um veitingaþjónustu, matvælaframleiðslu, skólastarf, íþróttahús, snyrtistofur, tannlæknastofur og aðra sambærilega starfsemi sem fellur undir leyfisskyldu heilbrigðiseftirlitsins.