Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allir starfsmenn Gerðaskóla lýsa yfir stuðningi við skólastjóra
Miðvikudagur 14. desember 2011 kl. 14:15

Allir starfsmenn Gerðaskóla lýsa yfir stuðningi við skólastjóra

Í gær gengu allir starfsmenn Gerðaskóla á fund Ásmundar Friðrikssonar bæjarstóra í Garði og lýstu yfir eindregnum stuðningi við Pétur Brynjarsson skólastjóra en meirihluti bæjarstjórnar Garðs áætlar að segja honum upp störfum á bæjarstjórnarfundi í dag. Einnig afhenti hópurinn bæjarstjóra ýmis gögn tengd einelti og báðu hann að skoða hvort hann og meirihluti bæjarstjórnar gætu hugsanlega verið í hlutverki gerenda eineltis í aðför sinni og framkomu gagnvart Pétri skólastjóra og öðru starfsfólki skólans undanfarna mánuði, segir í fréttatilkynningu frá Gerðaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir munu fylgjast með bæjarstjórnarfundinum í dag og flytja fréttir af þessu máli. Á myndunum má sjá kennarana arka á fund til bæjarstjóra sem tók við mótmælum þeirra á skrifstofu bæjarins.