Allir starfsmenn Bláa Lónsins út úr húsi
Allir starfsmenn Bláa Lónsins yfirgáfu húsakynni fyrirtækisins eftir skjálftana í morgun. Grímur Sæmundsen, forstjóri segir í samtali við mbl.is að það hafi ekki verið vit í öðru en að yfirgefa staðinn.
Grímur sagði að við fyrstu sýn að engar skemmdir væru sjáanlegar á mannvirkjum fyrirtækisins. Hann sagði að staðan yrði könnuð síðar í dag. Hann sagði í viðtali á RÚV í hádeginu að hann hafi aldrei fundið svona mikið fyrir jarðhræringum frá því hann kom í Bláa Lónið.