Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allir sjúkrabílar í verkefnum
Miðvikudagur 26. nóvember 2014 kl. 17:47

Allir sjúkrabílar í verkefnum

– Annríki er í sjúkraflutningum á Suðurnesjum þessa stundina

Annríki er í sjúkraflutningum á Suðurnesjum þessa stundina og eru allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja í verkefnum þessa stundina.

Nú eru tveir bílar staddir í Reykjavík og sá þriðji að sinna hálkuslysi á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hjá Brunavörnum Suðurnesja er því verið að gera ráðstafanir, því eitt slys til viðbótar getur skapað neyðarástand. Þegar svona staða kemur upp er sjúkrabifreiðin í Grindavík sett í viðbragðsstöðu.

Það sem af er degi hafa sjúkrabílarnir farið í næstum tug útkalla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024