Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allir sjúkrabílar í Reykjanesbæ uppteknir
Miðvikudagur 25. júlí 2012 kl. 13:14

Allir sjúkrabílar í Reykjanesbæ uppteknir

Nú eru allir þrír sjúkrabílarnir í Reykjanesbæ uppteknir í verkefnum. Tveir þeirra eru staddir í Reykjavík og eru á leið til Suðurnesja með sjúklinga sem eiga að leggjast inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þriðju sjúkrabíllinn er að sinna útkalli í Reykjanesbæ þar sem einstaklingur féll og er talinn brotinn. Hann gæti því hugsanlega verið sendur til Reykjavíkur ef brotið er það alvarlegt að ekki sé hægt að búa um það á HSS.

Næsti sjúkrabíll til að sinna útkalli á Suðurnesjum er því í Grindavík. Sé hann upptekinn þarf að kalla til sjúkrabíl af höfuðborgarsvæðinu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024