Allir oddvitarnir kusu fyrir hádegi
Þeir voru snemma á ferðinni oddvitar stjórnmálaaflanna í Reykjanesbæ á kjördag. Árni Sigfússon (D) mætti ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir ellefu í Holtaskóla og svo fylgdu Jóhann Geirdal (S) og Kjartan Már Kjartansson (B) í kjölfarið ásamt eiginkonum sínum. Oddvitarnir voru allir bjartsýnir fyrir kosningarnar enda góð ástæða til þar sem þessi barátta hefur sýnt að allt getur gerst. Kosningaveður í Reykjanesbæ er eins og það gerist best, sól og 10 stiga hiti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu klukkan 12.Að sögn Gylfa Guðmundssonar þá höfðu 800 manns kosið síðan opnað var fyrir kjörkassana klukkan 9 í morgun. Þá höfðu 887 einstaklingar kosið utankjörstaðar en alls eru 7683 á kjörskrá í Reykjanesbæ.