Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allir leikskólar Reykjanesbæjar gefa út skólanámskrá
Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 09:54

Allir leikskólar Reykjanesbæjar gefa út skólanámskrá

Leikskólar í Reykjanesbæ hafa gefið út skólanámskrá sl. fjögur ár þar sem m.a. kemur fram uppeldisstefna hvers skóla.

Fram kemur á vef bæjarins að öflugt umbótastarf fari fram í öllum leikskólunum og hafa þeir m.a. tekið virkan þátt í lestrarmenningarverkefni bæjarins og hver á sinn hátt þróað sinn eigin málörvunar- og lestrarverkefni með áherslu á góða samvinnu við heimili.

Hver leikskóli birtir skólanámskrá á heimasíðu sinni en allir leikskólar bæjarins halda úti virkri heimasíðu.

Frekari upplýsingar um leikskóla Reykjanesbæjar má finna á upplýsingavef Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is
 
Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024