Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allir í bílbelti á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 29. ágúst 2006 kl. 13:07

Allir í bílbelti á Reykjanesbraut

Allir þeir ökumenn sem lentu í síðustu könnun lögreglunnar í Keflavík á bílbeltanotkun utan þéttbýlis, reyndust nota bílbelti. Er þetta í fyrsta skipti sem slík niðurstaða kemur í ljós í þeim reglulegu könnunum sem lögreglan hefur staðið að undanfarin sex ár.

Könnuð er bílbeltanotkun hjá 200 ökumönnum bæði innan og utan þéttbýlis og fór síðasta könnun fram þann 25. ágúst.  Innan þéttbýlis reyndust 95% ökumanna vera með bílbelti. Utan þéttbýlis, þ.e. á Reykjanesbraut, reyndist notkunin vera 100%. Lögreglan hefur gert þessar kannanir í hverjum mánuði og hefur komið í ljós að bílbeltanotkun nú í ágúst er nokkuð yfir meðaltali. Lögreglan telur að áróður, eftirlit og slysaalda undanfarna vikna hafi vakið til umhugsunar þau 10-15% ökumanna sem að jafnaði nota ekki bílbelti.

Mynd: Frá Reykjanesbraut. Þar reyndust allir ökumenn vera í bílbelti við könnun lögreglunnar.

 

VF-mynd:elg


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024