Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allir hafa samþykkt göngu- og hjólastíg
Göngu- og hjólastígurinn milli Garðs og Sandgerðis. Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum fá slíkan stíg á næstunni.
Föstudagur 25. september 2020 kl. 09:37

Allir hafa samþykkt göngu- og hjólastíg

Allir landeigendur hafa heimilað lagningu göngu- og hjólreiðastígs milli Voga og Brunnastaðahverfis, meðfram gamla Vatnsleysustrandarveginum.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir þetta að sjálfsögðu gleðifréttir og fagnaðarefni að þetta jákvæða og samfélagslega mikilvæga verkefni verði að veruleika. Nú þegar er hafinn undirbúningur við verkefnið, sem gert er ráð fyrir að verði boðið út á næstu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024