Allir að flýta sér
Í gærdag voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðar ók var mældur á 125 km hraða, þar sem leyfður hraði er 90 km. Síðan var smávægilegur árekstur milli bifreiða á Iðavöllum í Keflavík, sem var afgreiddur með tjónaformi tryggingafélagana.
Næturvaktin hjá lögreglu var róleg. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka bifreið án þess að nota öryggisbelti. Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tveir á Reykjanesbraut fyrir að aka á 110 og 121 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km og einn á Garðskagavegi fyrir að aka á 110 km hraða þar sem leyfður er 90 km hraði.
Næturvaktin hjá lögreglu var róleg. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka bifreið án þess að nota öryggisbelti. Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tveir á Reykjanesbraut fyrir að aka á 110 og 121 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km og einn á Garðskagavegi fyrir að aka á 110 km hraða þar sem leyfður er 90 km hraði.