Allir á Wall Street þrátt fyrir lækkanir
Annað Wall Street námskeiðið var haldið á vegum Landsbréfa í Fjölbrautaskóla Suðurnesjum sl. fimmtudag. Að sögn Garðars Newman, starfsmanns Landsbréfa í Keflavík hefur verið ánægja með þessi námskeið. Garðar sagði einnig að mikill fjöldi Suðurnesjamanna væri í hlutabréfaviðskiptum á íslenska markaðinum og sömuleiðis á Wall Street.Sérfræðingar Landsbréfa fóru í gegnum helstu atriði sem menn þurfa að hafa á hreinu í viðskiptum á Wall Street.