Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allflestir starfsmenn endurráðnir
Þriðjudagur 25. febrúar 2003 kl. 14:57

Allflestir starfsmenn endurráðnir

„Með uppsögn samnings Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við Öryggismiðstöð Íslands um öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er verið að skerpa á hlutverkum allra aðila í flugstöðinni,“ segir Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli í samtali við Víkurfréttir. Jóhann segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni enda hafi Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli skyldum að gegna varðandi framkvæmd öryggismála á flugvallarsvæðinu: „Embætti flugvallarstjóra hefur eftirlitshlutverki að gegna, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur umsjón með almennum verkefnum, s.s. viðhaldi, húsvörslu og fleiru og Sýslumannsembættið sér um öryggismál. Eins og ég sagði er verið að skerpa á hlutverkum allra aðila sem koma að rekstri flugstöðvarinnar. Ég geri fastlega ráð fyrir því að allflestir starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar sem sagt hefur verið upp verði endurráðnir.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024