Allar stofnanir Grindavíkurbæjar lokaðar í dag
Allar stofnanir Grindavíkurbæjar verða lokaðar í dag, föstudaginn 5. október, vegna sameiginlegs starfsmannadags hjá Grindavíkurbæ. Bæjarskrifstofur, bókasafn, grunnskóli, leikskólinn Laut, tónlistarskólinn, sundlaugin og íþróttahúsið verða lokuð en opið verður í sundlaugina og heilsuræktuna frá kl. 6-8 í fyrramálið. Íþróttahúsið opnar fyrir æfingar kl. 16.
Sameiginlegur starfsmannafundur allra stofnana Grindavíkurbæjar var haldinn í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel. Var ákveðið að gera hann að árlegum viðburði. Hann verður haldinn í Eldborg.