Allar ljósmæður HSS sögðu upp
Tíu ljósmæður við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa sagt upp störfum. Uppsögn þeirra tekur gildi 1.desember ef uppsagnirnar ganga í gegn.
Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði að einungis tvær ljósmæður, deildarstjórar, hafi ekki leyfi til að segja upp störfum. Það má því segja að allar ljósmæður HSS hafi sagt upp. Það verður ekki hægt að reka fæðingardeild með tvær starfandi ljósmæður.
Kjaradeila ljósmæðra er í hnút því ljósmæður skrifuðu ekki undir kjarasamning BHM og ríkisins. Í mótmælaskyni við lág launakjör, hafa ljósmæður tekið á það ráð að skila inn uppsagnarbréfum og pressa þar með á stjórnvöld að finna lausn á deilunni.
Mynd-VF/elg