Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allar líkur á því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist um páskana
Mánudagur 11. apríl 2022 kl. 14:18

Allar líkur á því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist um páskana

Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll kringum páska, eins og gerðist fyrir Covid-19-heimsfaraldurinn, og eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði fyrir brottför. 

Bókunarkerfi fyrir bílastæði á vefsíðu Keflavíkurflugvallar tryggir farþegum stæði um páskana og sömuleiðis er hægt að fá bílastæðin á betri kjörum en þegar greitt er við hlið. Því fyrr sem bókað er, því lægra verð fæst. Verð á sólarhring í langtímastæðum fyrir þá sem greiða við hlið án þess að bóka stæði fyrirfram er 1.750 krónur, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegum er einnig bent á önnur úrræði sem í boði eru: ferðir með rútum og strætisvögnum, og bílastæðaþjónustu.