Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allar leiguhæfar eignir íbúðalánasjóðs í útleigu í lok nóvember
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 09:05

Allar leiguhæfar eignir íbúðalánasjóðs í útleigu í lok nóvember

Segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Samkvæmt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra er allt útlit fyrir að allar leiguhæfar íbúðir íbúðalánasjóðs í Reykjanesbæ verði komnar í útleigu í lok mánaðarins. Ragnheiður sat fyrir svörum í Víkurfréttum sem koma út í dag, en þar var m.a. hún spurð að því hvort núverandi ríkisstjórn væri að vinna að húsnæðismálum á Suðurnesjum, þar sem fjölmargar eignir í eigu íbúðarlánasjóðs standi auðar á svæðinu þegar eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.

„Ég hef upplýsingar um það að það sé stefnt að því að í lok nóvember verði allar leiguhæfar eignir Íbúðalánasjóðs í útleigu í Reykjanesbæ. Þá hef ég jafnframt upplýsingar um að um 150 eignir sjóðsins á Suðurnesjum séu á söluskrá og að um 100 eignum verði bætt við á allra næstu vikum. Það er afar mikilvægt að á þessu verði fundin lausn þar sem það er algerlega ótækt að horfa upp á verðmæti rýrna með þessum hætti eins og þessar íbúðir sem drabbast niður,“ segir ráðherrann í Víkurfréttum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

[email protected]