Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allar hafnir fá framlög nema Reykjaneshöfn
Þriðjudagur 1. desember 2015 kl. 10:11

Allar hafnir fá framlög nema Reykjaneshöfn

Reykjanesbær stendur enn í viðræðum við kröfuhafa sína um niðurfellingu á hluta skulda bæjarins. Reykjaneshöfn hefur óskað eftir fjármunum til Helguvíkurhafnar úr Hafnarbótasjóði auk þess sem viðræður hafa staðið yfir milli bæjarins og stjórnvalda um sértæk framlög til hafnarinnar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir helsta umræðuefnið í viðræðunum við kröfuhafa Reykjaneshafnar snúa að því með hvaða hætti ríkið geti komið að uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins nú í morgun.

Guðbrandur Einarsson, fulltrúi Beinnar leiðar í bæjarráði Reykjanesbæjar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að viðræður við ríkisvaldið vegna fjárfestinga í Helguvík hafa gengið mjög treglega. Hann segir jafnframt að vilji kröfuhafa í samningaviðræðunum mótist af framtíðarmöguleikum hafnarinnar til uppbyggingar. „Þeir hanga náttúrulega á því að það sé verið að koma með fjármagn inn í höfnina,“ segir hann. Hann bætir við að svo virðist sem allar hafnir á Íslandi fái framlög nema Reykjaneshöfn.

Nánar má lesa um málið hér.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024